Fagmennska - nærgætni - gleði.

 


Bannmerki


Bannmerki banna okkur að gera eitthvað þess vegna heitir flokkurinn BANNMERKI.
 

 
 

Allur akstur bannaður - B01.11
Merki þetta ber að nota þar sem umferð hvers konar ökutækja er bönnuð í báðar akstursáttir. (sem sagt öll umferð bönnuð)
 
Innakstur bannaður - B01.21
Merki þetta ber að nota þar sem umferð hvers konar ökutækja er bönnuð inn á veg. (oftast notað þegar um einstefnugötur er að ræða og einnig á útakstri af bílastæðum ofl  Þetta merki skal vera í hinum enda á einstefnugötu.)
 
Akstur vélknúinna ökutækja bannaður - B03.11
Merki þetta ber að nota þar sem umferð vélknúinna ökutækja er bönnuð.
 
Akstur vélknúinna ökutækja, annarra en tvíhjóla, bannaður - B03.21
Merki þetta ber að nota þar sem umferð vélknúinna ökutækja, annarra en tvíhjóla, er bönnuð. ( reiðhjól og mótorhjól á 2 dekkjum meiga fara þarna um)
 
 
Akstur vörubifreiða bannaður - B03.31
Merki þetta ber að nota þar sem umferð vörubifreiða er bönnuð. Ef bannið nær ekki til allra vörubifreiða skal mesta leyfileg heildarþyngd letruð á undirmerki J 16.xx.
 
 
Akstur hópbifreiða bannaður - B03.32
Merki þetta ber að nota þar sem umferð hópferðabifreiða er bönnuð. Ef bannið nær ekki til allra hópbifreiða skal mesta leyfileg heildarþyngd letruð á undirmerki J16.xx.
 
 
Akstur ökutækja með vatnsspillandi farm bannaður - B03.35
Merki þetta ber að nota á svæðum þar sem grunnvatn er notað til neyslu. Ef sérstaklega stendur á má nota merkið utan slíkra svæða.
 
 
Hættulegur farmur - B03.36
Merki þetta ber að nota þar sem nauðsynlegt er að banna eða takmarka umferð með hættulegan farm, t.d. sprengiefni, bensín eða annað eldsneyti. Þetta getur t.d. átt við í jarðgöngum.
 
Akstur dráttarvéla, torfærutækja á hjólum og vinnuvéla bannaður - B03.41
Merki þetta ber að nota þar sem umferð hægfara dráttarvéla, torfærutækja á hjólum og vinnuvéla er bönnuð. Ef við á, skal gildistími banns gefin upp með undirmerki J06.11
 
Akstur bifhjóla bannaður - B03.51
Merki þetta ber að nota þar sem notkun bifhjóla er bönnuð.
 
Akstur torfærutækja á beltum (vélsleða) bannaður - B03.61
Merki þetta ber að nota þar sem notkun vélsleða er bönnuð. Merkið á hvorki við á þjóðvegakerfinu né í þéttbýli þar sem umferð vélsleða er þar almennt bönnuð.
 
Akstur léttra bifhjóla bannaður - B03.71
Merki þetta ber að nota þar sem notkun léttra bifhjóla er bönnuð.
 
 
Hjólreiðar bannaðar - B05.11
Merki þetta ber að nota þar sem hjólreiðar eru bannaðar.
 
 
Hestaumferð bönnuð - B05.21
Merki þetta ber að nota þar sem bannað er að fara með hesta.
 
 
Umferð gangandi vegfarenda bönnuð - B05.31
Merki þetta ber að nota þar sem umferð gangandi vegfarenda er bönnuð.
 
 
Minnsta bil milli vélknúinna ökutækja - B12.xx
Merki þetta ber að nota á stöðum þar sem nauðsynlegt er að skilgreina minnsta leyfileg bil milli ökutækja. Minnsta leyfilega bil milli vélknúinna ökutækja, þ.m.t. samtengdra ökutækja,
(bíll/vörubíll með kerru eða treiler) skal letrað á merkið. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreint bil í heilum metrum. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B12.50.
 

 


Takmörkuð breidd ökutækja - B13.xx

Mesta leyfileg breidd ökutækja, með eða án farms, skal letruð á merkið. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreinda breidd í metrum með einum aukastaf. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B 13.22.

 

 


Takmörkuð lengd ökutækja - B14.xx

Mesta leyfileg lengd ökutækja, þ.m.t. samtengdra ökutækja(bíll/vörubíll með kerru eða treiler) með eða án farms, skal letruð á merkið. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreinda lengd í heilum metrum. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B 14.10.
 

 


Takmörkuð hæð ökutækja - B15.xx

Mesta leyfileg hæð ökutækja, með eða án farms, skal letruð á merkið. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreinda hæð í metrum með einum aukastaf. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B 15.35.
 

  Takmörkuð heildarþyngd ökutækja - B16.xx
Mesta leyfileg heildarþyngd ökutækja skal letruð á merkið. Takmörkunin gildir um hvert ökutæki samtengdra ökutækja. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreinda þyngd í heilum tonnum. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B 16.08.
(Heildarþynd er allt það sem má vera í bifreiðinni þar með talið fólk og farangur.)

 
 
Takmörkuð heildarþyngd samtengdra ökutækja (bíll/vörubíll með kerru eða treiler)- B17.xx

Mesta leyfileg heildarþyngd samtengdra ökutækja skal letruð á merkið. Takmörkunin gildir einnig um einstök ökutæki. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreinda þyngd í heilum tonnum. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B 17.20.
(Heildarþynd er allt það sem má vera í bifreiðinni þar með talið fólk og farangur.)

 

  Takmarkaður ásþungi - B18.xx
Á merkið skal letra mesta leyfilega þunga á ás með fjórum hjólum. Þyngd áss með tveimur hjólum og þyngd á tví- og þríás skal vera í samræmi við reglur um þyngd ökutækja. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreinda þyngd í heilum tonnum. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið 18.05. 
 
 
Stöðvunarskylda við vegamót - B19.11

Merki þetta ber að nota við vegamót, þar sem ökumönnum ber skilyrðislaust að nema staðar og veita umferð á vegi, sem ekið er inn á eða yfir, forgang. (Hér verður að stoppa alveg og engin undantekning þar á. Stoppa skal með framenda bílsins við stöðvunarlínu í vegi en ef hún er ekki þá við merkið) MERKIÐ ER ÁTTHYRNT SVO ÞEKKJA MEGI ÞAÐ AFTANFRÁ.
 

e Sérstök stöðvunarskylda - B19.21
Merki þetta má nota þegar stöðva skal ökutæki annars staðar en við vegamót. Á neðri helming merkisins ber að letra skýringu á stöðvunarskyldu.
 
 
Bannað að leggja ökutæki - B21.11

Merki þetta ber að nota þar sem bannað er að leggja ökutæki. Bannið tekur aðeins til þess vegarhelmings sem merkið er á. Bannið gildir í akstursstefnu frá þeim stað þar sem merkið er og að næstu vegaamótum (gatnamót). Ef bannið á ekki að ná að næstu vegamótum má setja upp merki á þeim stað þar sem banninu á að ljúka Mörk svæðis, þar sem heimild til að leggja ökutæki er takmörkuð, endar - B22.21 og þar undir ör sem snýr á móti akstursstefnunni (J01.51 eða J01.52). Ef bannið nær aðeins um skamman veg má nota eitt merki með undirmerki sem tilgreinir fjarlægðina (J02.11). Ef þurfa þykir má árétta bannið með merki eða merkjum innan bannsvæðisins og þar undir örvum sem vísa í báðar áttir (J01.61). Nái bannið aðeins til tiltekinna tegunda ökutækja skal velja undirmerki með upplýsingum um það. Þegar bannað er að leggja ökutækjum á tilteknum dögum eða tilteknum tíma logs eða lengur en t.d. 30 mín. skal letra um það upplýsingar á undirmerki (J06.11 eða J07.11). Merki þetta skal ekki nota þar sem stöðumælar eru en þeir gefa til kynna að heimild til að leggja ökutæki sé takmörkuð við tiltekið tímabil gegn greiðslu. Hér má stöðva til að lesta og afferma enda sé unnið við bifreiðina. Að leggja þýðir að yfirgefa bifreiðina eða bíða í bifreiðinni. 
 

  Mörk svæðis þar sem heimild til að leggja ökutæki er takmörkuð - B22.11

Merki þetta ber að nota við akstursleiðir inn á svæði þar sem bannað er að leggja ökutæki nema í takmarkaðan tíma. Nánari upplýsingar um takmörkun skulu letraðar á merkið.
 

  Mörk svæðis, þar sem heimild til að leggja ökutæki er takmörkuð, endar - B22.21

Merki þetta ber að nota við akstursleiðir út af svæði þar sem bannað er að leggja ökutæki nema í takmarkaðan tíma.
 

  Bannað að stöðva ökutæki - B24.11

Merki þetta ber að nota þar sem bannað er að stöðva ökutækienda sé stöðvun eigi nauðsynleg vegna annarrar umferðar. Hliðstæðar reglur gilda um notkun þessa merkis og um notkun merkisins B21.11. Þýðir eiginlega að það sé bannað að stoppa frá þessu merki að næstu gatnamótum.
 

  Skylt að veita umferð sem kemur á móti forgang - B25.11
Merki þetta má nota við vegarkafla eða stað á vegi þar sem aðstæður eru þannig að ökutæki geta ekki mæst og skylt er að veita umferð sem kemur á móti forgang. Þegar merki þetta er notað skal setja merkið D05.11 upp við hinn enda vegarkafla eða hindrunar. Rauður er oftast bíddu eða stopp.
Sérstök takmörkun hámarkshraða - B26.xx
 
Sérstök takmörkun hámarkshraða - B26.xx
Merki þetta ber að nota til að sýna leyfðan hámarkshraða ökutækja í km á klst. Þegar hraðamörk varða eingöngu ökutæki með ákveðinni leyfðri heildarþyngd skal það tilgreint á undirmerki J16.xx. Merkið gildir í akstursstefnu á þeim vegi sem það er sett við eða þar til önnur hraðamörk eru gefin til kynna með nýju merki B26.xx eða merki B27.xx, B28.xx, D12.11, D12.21 eða D14.11. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreindan hámarkshraða. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B26.60. (Hámarkshraði er alltaf miðaður við bestu hugsanlegu aðstæður. Ef aðstæður eru erfiðar þá má alveg lækka hraðann.)
 
 
Sérstakri takmörkun hámarkshraða lokið - B27.xx
Merki þetta ber að nota þar sem sérstakri takmörkun hámarkshraða lýkur. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreindan hámarkshraða. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B27.60.
 
 
Mörk svæðis þar sem sérstök takmörkun hámarkshraða er - B28.xx
Merki þetta ber að nota við akstursleiðir inn á svæði þar sem sérstök takmörkun hámarkshraða er. Merkið gildir þar til takmörkunin er felld úr gildi með merki B29.xx, D12.21 eða D14.11. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreindan hámarkshraða. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B28.30. Oftast notað í íbúðahverfum með 30 km/klst (þannig að ef ein akstursleið er inn í hverfi með 30 götum þá nægir að setja upp eitt merki við upphaf hverfis og gildir þá 30 km/klst hámarkhraði í öllum götunum 30.)
 
 
Mörk svæðis þar sem sérstakri takmörkun hámarkshraða lýkur - B29.xx
Merki þetta ber að nota við akstursleiðir út af svæði þar sem sérstakri takmörkun hámarkshraða lýkur. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreindan hámarkshraða. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B29.30.
 
 
Hægri beygja bönnuð - B30.11

Merki þetta má nota við vegamót þar sem hægri beygja er bönnuð. Og U beygja er líka bönnuð
 

  Vinstri beygja bönnuð - B30.12
Merki þetta má nota við vegamót þar sem vinstri beygja er bönnuð. Merkið felur einnig í sér að bannað er að snúa ökutæki við á vegi.Og U beygja er líka bönnuð
 
 
U-beygja bönnuð - B30.21
Merki þetta ber að nota þar sem bannað er að snúa ökutæki við á vegi. Merki sem er sett við vegamót táknar að bannað sé að snúa ökutæki við á þeim vegamótum. Ella táknar merkið að bannað sé að snúa ökutæki við fram að næstu vegamótum nema annað komi fram á undirmerki J02.11. Vinstri eða hægri beygja eru leyfðar þar sem bannið nær eingöngu yfir U beygju.
 
 
Framúrakstur bannaður - B33.11
Merki þetta ber að nota þar sem bannað er að aka fram úr öðrum vélknúnum ökutækjum en tvíhjóla.
(má taka fram úr reiðhjóli og mótorhjóli á tveimur hjólum)

 
 


Framúrakstur vörubifreiða bannaður - B33.21

Merki þetta ber að nota þar sem vörubifreiðum, þ.m.t. samtengdum ökutækjum, með meiri leyfðri heildarþyngd en 3.500 kg er bannað að aka fram úr öðrum vélknúnum ökutækjum en tvíhjóla. ( má taka fram úr reiðhjóli og mótorhjóli á tveimur hjólum)
 
 
Banni við framúrakstri lokið - B33.31
Merki þetta ber að nota þegar banni við framúrakstri lýkur. Ef bann­svæði er stutt má í stað þessa merkis nota merkið B33.11 með undirmerki J02.11.
 
 
Banni við framúrakstri vörubifreiða lokið - B33.41
Merki þetta ber að nota þegar banni við framúrakstri lýkur. Ef bann­svæði er stutt má í stað þessa merkis nota merkið B33.21Framúrakstur bannaður - B33.11  með undirmerki J02.11. 
 
  Myndaniðurstaða fyrir umferðarmerki
Afnám banna - B34.11
Merki þetta ber að nota við merkingar framkvæmda og táknar það afnám banna fyrr á svæðinu, s.s. bann við framúrakstri og lækkun hámarkshraða. Banni við öllum fyrri sérstökum bönnum á vinnu og framkvæmdasvæðum lokið.

Knúið áfram af 123.is