Fagmennska - nærgætni - gleði.

 


Ábyrgur leiðbeinandi geri ekki svona !

Missir skírteinið vegna ölvunar án þess að hafa verið undir stýri

kl 08:40, 27. mars 2014
Missir skírteinið vegna ölvunar án þess að hafa verið undir stýri

Ökumaður einn verður að öllum líkindum sviftur ökuréttindum fyrir ölvunarakstur í nótt, án þess þó að hafa ekið bíl.

Málið kom upp við eftirlit lögreglu með umferð um Reykjanesbraut við Mjódd, þar sem allir bílar voru stöðvaðir. Einn þeirra var merktur æfingaakstri og sat 16 ára unglingur þar undir stýri, en fram í sat leiðbeinandinn, sem reyndist undir áhrifum.

Þar sem hann ber ábyrgð á akstri nemandans, missir hann réttindin.

Hún var hinsvegar ný orðin 17 ára og búin á fá bílpróf, stúlkan sem var stöðvuð eftir að lögregla hafði mælt bíl hennar á á 143 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund.

Umferðin er ekkiert gaman mál það er stutt á milli feigs og ófeigs..
 
Frá slysstað.

Fréttir | 05. apríl 2014 07:11

Losa þurfti ökumann með klippum

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á ljósastaur. Beita þurfti klippum til að ná ökumanninum út úr bifreiðinni. Hann kvartaði undan eymslum og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Dráttarbifreið fjarlægði bifreiðina af vettvangi.

Þá varð umferðaróhapp í Njarðvík, þar sem bifreið var ekið í veg fyrir aðra. Engan sakaði.

 

Fjórðungur nýrra bíla til bílaleiga

stækka

mbl.is/Golli

Aukin bílasala á Íslandi virðist að miklu leiti vera vegna kaupa einstaklinga og fyrirtækja, eftir því sem fram kom í ræðu Jóns Trausta Ólafssonar, formanns Bílgreinasambandsins, á ársfundi sambandsins í gær.

Fundurinn fró fram á Hótel Natura og í ræðu sinni sagði Jón Trausti að söluaukning á nýjum bílum á fyrstu þremur mánuðum ársins næmi um það bil 20%, en alls seldust 1.574 nýir fólksbílar á þeim tíma.

Aðeins fór um fjórðungur af þeim bílum til bílaleiga.

Á sama tíma hafa á þriðja hundrað sendi- og vörubílar verið nýskráðir og er það hátt í tvöföldun á sölu miðað við sama tíma í fyrra.

 

 

 

 

 

Sautján ára á 143 km hraða

stækka

Júlíus Sigurjónsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi bifreið á Reykjanesbraut, á móts við Ikea, eftir að hafa verið mæld á 143 km/klst. hraða en leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.  Ökumaðurinn var 17 ára stúlka og var málið afgreitt með aðkomu foreldris og tilkynningu til Barnaverndar.  

Frá rúmlega miðnætti til hálfþrjú í nótt var lögreglan með eftirlit með umferð um Bústaðaveg. Alls voru um 150 ökutæki stöðvuð. Tveir ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur, fimm ökumenn voru ekki með ökuskírteini meðferðis og tveir voru með útrunnin ökuréttindi. 

Um eittleytið í nótt var ökumaður stöðvaður á Stekkjarbakka grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Annar var stöðvaður á Hringbraut í nótt, einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eins var farþegi í bifreiðinni með fíkniefni á sér.

Í umferðareftirliti um Reykjanesbraut í suður við Mjódd í nótt voru öll ökutæki, 11 alls, stöðvuð sem óku þessa leið. Í einni bifreiðinni reyndist farþegi, sem var í æfingarakstri með sextán ára ökumann, vera undir áhrifum áfengis.

Breyta

Knúið áfram af 123.is