Fagmennska - nærgætni - gleði.

 


Réttindaflokkar

B-réttindi    

Nám til B réttinda (Almennra ökuréttinda) er skylda. Námið má hefja við 16 ára aldur. Réttindin fást við 17 ára aldur.
Verkleg kennsla er 16 - 24 kennslutímar. Bóklegt nám skiptist í tvennt. Ö1 og Ö2 sem eru 12 kennslutímar hvor og er hvor hluti vanalega kenndur á þremur kvöldum. Bóklegu námseiðin eru haldin að jafnaði einu sinni í mánuði hjá Ökuskóla Suðurnesja.
Áður en nemar sækja um æfingarleyfi þurfa þeir að taka 10 verklega tíma og Ö1 bóklega hlutann

Almenn ökuréttindi veita rétt til að stjórna:

  • * fólksbifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna og með sæti fyrir 8 farþega eða færri, auk ökumanns,
    * sendibifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna,
    * fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd,
    * fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd enda sé leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 3.500 kg eða minna og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins/tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins,
    * dráttarvél,
    * vinnuvél,
    * léttu bifhjóli og torfærutæki, s.s. vélsleða.

BE - eftirvagn, viðbótarnám.
Veitir rétt til að stjórna:

  • * samtengdum ökutækjum þar sem dráttartækið er í flokki B og leyfð heildarþyngd eftirvagns eða tengitækis er meiri en 750 kg.

Knúið áfram af 123.is