Fagmennska - nærgætni - gleði.

 


Endurupptökupróf

Sérstakt námskeið

Fái einstaklingur með bráðabyrgðarskírteini 4 punkta eða fleiri þá fer viðkomandi í akstursbann og þarf að taka Sérstakt námskeið.

Ég get bent á hvert sé gott að fara.

Endurupptökupróf - endurheimta ökuréttindi

Ef sótt er um útgáfu fullnaðarskírteinis eða endurnýjun ökuskírteinis þegar meira en tvö ár eru liðin frá því að gildistíma ökuskírteini rann út skal þreyta próf í aksturshæfni.

Missi viðkomani ökuréttindin í meira en eitt ár þarf hann að fara aftur í ökupróf, bæði bóklegt og verklegt próf.

Hafir þú misst réttindin þín er réttast fyrir þig að hafa samband við mig og sækja svo um próftökuheimild til lögreglustjóra eða sýslumanns.
Ég aðstoða svo við að útvega námsefni fyrir bóklega prófið, það þarf ekki að fara í ökuskólana aftur. Þegar bóklega prófið er í höfn þá er nauðsynlegt að fara að minnsta kosti 2. verklegar kennslustundir.

Eyðublað fyrir endurnýjun, endurveitingu eða skipti á erlendu ökuskírteini má sækja hér.

http://www.logreglan.is/upload/files/Umsokn%20um%20endurveitingu_1.pdf


Knúið áfram af 123.is